Fréttir af aðalfundi FKS
Í umfjöllun okkar í gær um aðalfund Félags kúabænda á Suðurlandi láðist að geta um verðlaunahafa fyrri þyngsta ungnautið 2013, en það var holdablendingur ræktaður af Jóhannesi H. Sigurðssyni, Ásólfsstöðum og vó 442,8 kg og var 695 daga gamall sem gefur þá 1.200 gr. á dag í vaxtahraða. Fundurinn var annars fjölmennur og fróðlegur. Á meðfylgjandi mynd er Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri-Skógum með verðlaun fyrir Tígulstjörnu 411 sem var afurðahæsta kýrin á liðnu ári. Með honum á myndinni eru Guðbjörg Jónsdóttir formaður BSSL og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri BSSL