7. fundur – haldinn 24. október

Stjórnarfundur BSSL 7/2013

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSl mættu Helgi Eggertsson, Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárussonar, Jón Jónsson, og Gunnar Kr. Eiríksson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð.1. Guðbjörg Jónsdóttir formaður hefur óskað eftir tímabundnu leyfi og varaformaðurinn Ragnar Lárusson tekur við. Nýr maður í stjórn er Helgi Eggertsson Kjarri.
2. Sveinn greindi frá búrekstri á Stóra Ármóti. Heyin eru með minna móti að magni en gæði betri. Kornuppskera var léleg eða 1,6 tn af 85% þe, sterkjan er mun minni. Mjólkurframleiðslan var með minna móti í sumar og við gerum ekki meira en að ná kvótanum. Nýbornar kýr eru með meiri júgurbólgu en oft áður. Meðalþungi lamba var um 15,7 kg sem er einu kg minna en í fyrra. Mikið af heitu vatni er að finnast í Lambhaga í landi Stóra Ármóts en þar hafa Selfossveitur verið að bora. Fyrir eru 2 holur sem eru nýttar og þessi er þá sú þriðja og eru bendingar um að þar sé um 100 lítra/sek af rúmlega 80 gráðu heitu vatni að finna.
3. Fulltrúi frá mjólkuriðnaðinum Guðni Ágústsson kom að Stóra Ármóti og veitti Beinvernd beinþéttnimæli við hátíðlega athöfn þar sem eldri borgarar frá Selfossi heiðruðu staðinn með nærveru sinni
4. Ragnar Sigurðsson Litla Ármóti sem hefur verið okkur innan handar við undirbúning á byggingu fjárhús á Stóra Ármóti mætti á fundinn og greindi frá helstu hugmyndum um gerð hússins. Uppsteypt 308 m2 að grunnfleti, klætt að utan og einangrað. Þakið límtré með yleiningum. Þakgluggi 10 m langur. Búið er að ræða við verktaka um að taka grunninn og efnistaka verður í Oddgeirshólum. Þá er búið að ræða við Guðjón Gíslason smið um að gera tilboð í sökkulinn og steypuvinnuna. Hann ásamt Guðjóni Stefánssyni smiðuðu fjárhúsið á Hurðabaki og eru að reisa svipað hús niður í Flóa. Smíðavinna mun þó ekki hefjast fyrr en um áramót ef viðrar.
5. Baldur Indriði Sveinsson Litla- Ármóti mun sinna tilraunavinnu á Stóra Ármóti í vetur, en átgetutilraun í tengslum við NORFOR kerfið verður gerð.
6. Veitt voru verðlaun Huppustyttan fyrir afurðamesta búið á Suðurlandi árið 2012. En það reyndist vera bú Arnfríðar og Jóns Viðars í Dalbæ í Hrunamannahreppi með 7.525 kg mjólkur og 565 kg MFP eftir árskú. Þá voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kú á Suðurlandi árið 2012 en það var Snotra 354 í Eystra-Seljalandi undir Eyjafjöllum. Hún mjólkaði 11.782 kg mjólkur og fór hæst í 45,1 kg dagsnyt.
7. Sveinn greindi frá störfum nefndar á vegum BÍ sem hann á sæti í og fjallar um vinnuvernd í landbúnaði. Reiknað er með að verkefnastjóri verði ráðinn um næstu áramót. Stjórnin var samþykk þeirri hugmynd að Búnaðarsambandið legði verkefninu lið með því að bjóða fram starfsaðstöðu fyrir þann sem ráðinn yrði.
8. Fjallað var um sæðingar og starfsemi Kynbótastöðvarinnar. Nú frá áramótum eru 4 fastráðnir starfsmenn auk Sigríðar í Fagurhlíð sem sinnir starfi frjótæknis í Skaftárhreppi. Frí frjótækna hafa aukist en jafnframt hefur vinnudagur lengst. Ekki er annað að finna en að starfandi frjótæknar séu ánægðir með breytinguna. Árangur einstakra bæja í fanghlutfalli er misjafn og þar sem árangurinn er lakastur er þörf á að grípa inn í í samráði við bóndann og þá fá dýralækni búsins í lið með okkur. Um áramót yfirtökum við sæðingastarfsemina í Austur Skaftafellssýslu.
9. Tekin var umræða um Sauðfjársæðingastöðina en starfsemi hennar verður með hefðbundnu sniði.
10. Sveinn greindi frá athugunum sínum á tryggingamálum fyrirtækisins en við kaupum tryggingavernd fyrir nærri 2,7 milljónir króna á ári. Með því að fella niður kaskótryggingar á bílum og fleira má lækka kostnaðinn um a.m.k. 700 þúsundir á ári.
11. Mikil vinna hefur verið í haust í tengslum við úttektir jarðabótaverkefna. Verkinu skal lokið 15. nóvember.
Sveinn Sigurmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


back to top