Stofnfundur íslenska landbúnaðarklasans
Á vef Bændasamtaka Íslands bondi.is er boðað til stofnfundar íslenska landbúnaðarklasans, föstudaginn 6. júní næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu frá kl. 15 til 17. Landbúnaðarklasinn er hugsaður sem samstarfsvettvangur fyrirtækja og samtaka sem starfa í landbúnaði eða við úrvinnslu landbúnaðarafurða eða byggja á þjónustu við greinina.
Á síðasta Búnaðarþingi var frumsýnt áhugavert myndband um landbúnaðarklasann, sem má nálgast með því að smella hér.
Unnið hefur verið að undirbúningi að stofnun landbúnaðarklasa um nokkurt skeið. Stofnfundurinn er opinn fulltrúum allra fyrirtækja og samtaka sem telja sig eiga heima innan klasans.
Dagskrá
Fundarsetning kl. 15:00
Aðdragandi að stofnun klasans
Haraldur Benediktsson, formaður undirbúningsnefndar
Hvers vegna landbúnaðarklasi?
Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum
Fjárfestingarþörf í landbúnaði
Jóhanna Lind Elíasdóttir, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Tillaga að samþykktum landbúnaðarklasans
Stjórnarkjör samkvæmt samþykktum
Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun
Umræður um starfið fram undan
Fundarslit áætluð kl. 17:00
Léttar veitingar að loknum fundi.
Undirbúningsnefnd um stofnun landbúnaðarklasa