Fræðslufundur Félags kúabænda á Suðurlandi

Kúabændur athugið !
Fræðslufundur Félags kúabænda á Suðurlandi og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins verður haldinn í fundarsal Auðhumlu að Austurvegi 65 Selfossi, mánudaginn 17. nóvember nk. kl. 13.30.
Fundarefnið er „Betri bústjórn“
1. Staðan í framleiðslumálum og nýting skýrsluhalds, (Huppu) sem stjórntæki í rekstri – Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML.
2. Val á fóðurblöndum m.t.t. heysýnaniðurstaðna – Jóna Þórunn Ragnarsdóttir – fóðurráðunautur RML.
3. Rekstur og fjármögnun á kúabúum – Runólfur Sigursveinsson – fagstjóri rekstrar hjá RML.

Kúabændur eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum !

Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi


back to top