Sauðfjárræktarfundur á Heimalandi
Haustfundur sauðfjárræktarinnar í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum föstudaginn 21. nóvember kl. 14.00
Fanney Ólöf Lárusdóttir fer yfir hauststörfin. Sveinn Sigurmundsson fjallar um starfsemi Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands og hrútakostinn. Páll Stefánsson dýralæknir fjallar um fanghlutfall, frjósemi og lungnasjúkdóma í sauðfé. Endað verður á verðlaunaveitingum hrúta eftir kaffihlé. Verðlaun fyrir lambhrúta eru gefin af Fóðurblöndunni og Blup-verðlaun eru gefin af Jötunn vélum ehf.
Kaffiveitingar í boði Sláturfélags Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands
Nýútgefinni HRÚTASKRÁ verður dreift á fundunum
Sauðfjárræktarfólk hvatt til að mæta.