Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi -dagskrá

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn í Árhúsum á Hellu miðvikudaginn 28. janúar n.k. og hefst fundurinn kl. 11.30 með léttum hádegisverði. Kjósa skal formann FKS, 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn í félagsráð. Einnig þarf að kjósa 9 fulltrúa á aðalfund LK. Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings kosninganna. Þeir sem vilja gefa kost á sér eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við nefndina, en hana skipa:

Pétur Guðmundsson, Hvammi s. 483 4456 / 862 7523 charlote@simnet.is
Kjartan Magnússon, Fagurhlíð s. 487 4702 / 899 4702 fagur@simnet.is
Bóel Anna Þórisdóttir Móeiðarhvoli s. 487 8077 /8658839 boelanna@simnet.is

Dagskrá fundarins:

1. Hefðbundin aðalfundarstörf.
Kjósa skal m.a. formann FKS, 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn í félagsráð. Einnig þarf að kjósa 9 fulltrúa á aðalfund LK (fækkun um 3 fulltrúa). Þeir sem vilja gefa kost á sér eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við kjörnefnd.

2. Kynslóðaskipti / Ættliðaskipti – Form og fyrirkomulag.
– Runólfur Sigursveinsson flytur erindi um leiðir við breytingar á rekstraraðilum í nautgriparækt.
-Gestur frá bankakerfinu með stutt erindi um leiðir til fjarmögnunar framkvæmda og ættliðaskipta.

3.Staða nokkurra verkefna hjá LK.
– Sigurður Loftsson formaður Landssambands kúabænda.

4. Viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið árið 2014 og afurðahæstu kúna. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir þyngsta nautið á Suðurlandi 2014.

5. Önnur mál. M.a. munu liggja fyrir fundinum tillögur frá Félagsráði um tilraunastarfsemina og aðbúnaðarreglugerð

Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi.

 


back to top