Hrútaskráin 2015-2016 komin á vefinn
Brátt fer að líða að skemmtilegasta tíma ársins í fjárhúsum landsins. Þá er líka beðið með eftirvæntingu nýrrar Hrútaskrár frá Sauðfjársæðingastöðvunum. Fyrir áhugasama má lesa hrútaskrána á vefnum en úr prentun kemur hún í lok vikunnar. Meðfylgjandi er slóð á skrána Hrútaskrá 2015-2016 en þar má sjá upplýsingar um þá 45 kynbótahrúta sem í skránni eru.
Hrútaskránni verður dreift á haustfundum sauðfjárræktarinnar sem haldnir verða á Suðurlandi eins og hér segir: miðvikudaginn 25. kl. 13.00 á Smyrlabjörgum, og um kvöldið kl. 20.00 á Hótel Kirkjubæjarklaustri, fimmtudaginn 26. kl. 14.00 í Þingborg og á Heimalandi kl. 20.00. Það er líka hægt að nálgast skránna á skrifstofu Búnaðarsambandsins.
Sauðfjársæðingavertíðin hefst svo á jólaföstunni en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 21. desember eða samfleytt í þrjár vikur.