Atkvæðagreiðslu lýkur 22. mars

Á vef Bændasamtaka Íslands má finna upplýsingar um atkvæðagreiðslu um samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktarinnar, sem fram fer núna meðal bænda. Kosningu lýkur 22. mars bæði rafrænt og þeir sem senda atkvæði sín í pósti, talning atkvæða verður þriðjudaginn 29. mars.   Bændur eru hvattir til að kjósa rafrænt í gegnum Bændatorgið. Til þess að það sé hægt þarf hver og einn kjósandi að gerast notandi að Bændatorginu í gegnum island.is með eigin kennitölu.

Það er fljótlegt að skrá sig en hér undir má finna leiðbeiningar í pdf-skjali.

Skoða leiðbeiningar


back to top