Námskeið í jarðaræktarforritinu jord.is

Á næstu vikum verða námskeið í jarðræktarforritinu jord.is, fyrir bændur en er þó opið öllum.  Námskeiðin eru haldin af endurmenntunardeild LbhÍ í samstarfi við RML.  Námskeiðin verða haldin á Kirkjubæjarklaustri 10. apríl, í Gunnarsholti 11. apríl og á Stóra-Ármóti 19. apríl, námskeiðin standa yfir frá 13-17 og kosta 13.900 kr.  Kennari á námskeiðinu er Snorri Þorsteinsson ráðunautur hjá RML. Skráning á lbhi.is/namskeid eða endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000

Minnum nemendur á starfsmenntasjóði eins og t.a.m. starfsmenntasjóð bænda.


back to top