EU leyfi

Föstudaginn 10. nóvember fékk Sauðfjársæðingastöðin sem nú heitir Kynbótastöð ehf svokallað EU leyfi fyrir útflutning á frystu hrútasæði. Um nokkurra ára skeið hefur allur útflutningur á frystu hrútasæði legið niðri til landa í Evrópu. Þar sem regluverkið í Brussel er bæði flókið og viðamikið tók langan tíma að fá þessa viðurkenningu. Í dag hafa bændur í Noregi og Bretlandi óskað eftir sæði frá okkur og alveg má búast við eftirspurn víðar að þar sem íslenska sauðfjárkynið býr yfir miklum kjötgæðum.


back to top