Hrútaskrá 2017-2018 vefútgáfa

Hrútaskráin 2017-2018 er nú aðgengileg á heimasíðunni. Við viljum líka minna bændur á hrútafundina sem verða í næstu viku og vonandi verður Hrútaskráin tilbúin til dreifingar í prentaðri útgáfu, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 21. desember eða samfleytt í þrjár vikur.

Slóð á  Hrútaskrá 2017-2018

 Fundirnir verða haldnir sem hér segir:

Mánudagur 20. nóvember Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum kl. 13:30
Mánudagur 20. nóvember Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri kl. 20.00
Þriðjudagur 21 .nóvember Hótel Smáratún í Fljósthlíð kl. 13:30
Þriðjudagur 21. nóvember í Félagslundi Flóahrepp kl. 20:00

Fyrirlesarar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins lýsa kostum hrútanna og ræða ræktunarstarfið.  Kaffiveitingar verða í boði Slturfélags Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands og verðlaun sem veitt verða fyrir bestu lambhrútana eru gefin af Fóðurblöndunni og verðlaun fyrir bestu Blup hrútana gefa Jötunn vélar.  Vonandi sjá sem flestir áhugamenn um sauðfjárrækt sér fært um að mæta og bændur hvattir til að vera duglegir að nýta sér kosti sæðinganna til að kynbæta fé sitt.

 

 


back to top