Bændafundur BÍ – Kirkjuhvoli

Í næstu viku mun forystufólk Bændasamtaka Íslands halda til fundar við bændur.  Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir víðs vegar um landið dagana 16.-18. janúar, á Suðurlandi verða fundirnir á þrem stöðum Kirkjubæjarklaustri 17.janúar í Kirkjuhvoli kl. 20.30, þann 18. janúar verða fundirnir í Rangárvallasýslu á Heimalandi kl. 12.00 og í Árnessýslu í Þingborg kl. 20.30. Á fundina mæta fulltrúar frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og ræða um framtíðarsýn og þróun ráðgjafarþjónustu.

Eftirfarandi birtist á vef BÍ bondi.is

Að sögn Sindra Sigurgeirssonar, formanns BÍ, er af mörgu að taka. Rætt verður um stöðuna í landbúnaðinum og farið vítt yfir sviðið. Árið 2017 var fyrsta ár nýrra búvörusamninga og fyrir liggur fyrsta endurskoðun þeirra. Þá er nýlegur dómur EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti og eggjum bændum umhugsunarefni og ljóst að því máli er hvergi nærri lokið. Sindri segir að viðfangsefni næstu missera verði áfram þau að bæta hag bænda og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina. Hann segir mikilvægt fyrir bændastéttina að standa saman og að rödd hennar hljómi sem víðast og sterkast. „Við verðum að gæta hagsmuna landbúnaðarins og þess vegna rekum við öflug Bændasamtök,“ segir Sindri í bréfi til félagsmanna sem birt er í auglýsingu í nýju Bændablaði.

Hádegis- og kvöldfundir

Fundirnir hefjast í hádeginu þriðjudaginn 16. janúar með fundum á Ísafirði, Kópaskeri og Egilsstöðum.

Á þriðjudagskvöld kl. 20.30 verða fundir í Kjós, Breiðumýri og Berufirði.

Í hádeginu á miðvikudag 17. janúar verða fundir á Blönduósi, í Eyjafirði og í Hornafirði.

Kvöldfundir á miðvikudag verða í Skagafirði, á Ströndum og á Kirkjubæjarklaustri.

Í hádeginu á fimmtudag verða fundir á Snæfellsnesi, í Heimalandi og á Barðaströnd.

Fundalotunni lýkur með kvöldfundum í Dölum, á Hvanneyri og í Þingborg í Flóa.

Allir núverandi og verðandi félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru velkomnir á fundina. Nánari upplýsingar um staði og tímasetningar er að finna hér undir og í auglýsingu á bls. 39 í 1. tbl. Bændablaðsins 2018.

Fundaplan er birt með fyrirvara um breytingar.
Upplýsingar vegna bændafunda veitir Tjörvi Bjarnason hjá Bændasamtökunum í síma 563-0332 eða í netfangið tjorvi@bondi.is

Búskapur er okkar fag


back to top