Fréttir frá Nautís
Ráðherra landbúnaðarmála. Kristján Þór Júlíusson heimsótti einangrunarstöð Nautís fyrir holdagripi sem er á Stóra Ármóti í gær. Í tilefni af því afhenti hann stöðinni þakkar og viðurkenningarskjal.
Í stöðinni eru 11 kýr sem eru fengnar með Aberdeen Angus fósturvísum og munu bera í september mánuði. Undirbúningur að frekari fósturvísainnlögn er hafin. Stjórnarformaður Nautís er Sigurður Loftsson Steinsholti.
Á meðfylgjandi mynd sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók eru Kristján að afhenda Sigurði skjalið, með þeim á myndinni eru, talið frá vinstri Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri ANR, Baldur Sveinsson, starfsmaður Nautís, Gunnar Kr. Eiríksson, formaður BSSL, Kristján, Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri BSSL, Sigurður, Sveinbjörn Eyjólfsson, framkvæmdastjóri, Nautastöðvar BÍ, Hvanneyri.