Haustfundir sauðfjárræktarinnar samantekt
Árlegum haustfundum Búnaðarsambandsins um sauðfjárrækt á Suðurlandi er nú nýlokið og tókust fundirnir mjög vel. Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru. Þorsteinn Ólafsson var með erindi um frjósemi og hvað eigi að gera til að ná sem bestum árangri í sauðfjársæðingum. Sveinn Sigurmundsson fór yfir fyrirkomulag sauðfjársæðinga og niðurstöður síðasta árs, þ.e. þátttöku og árangur. Eyþór Einarsson frá RML kynnti hrútakost Sauðfjársæðingastöðvarinnar og fjallaði um fjárræktarstarfið. Fanney Ólöf Lárusdóttir hjá RML fór yfir hauststörfin á Suðurlandi og veitti verðlaun fyrir efstu lambhrútana og efstu BLUP hrútana.
Hér fyrir neðan er listi yfir bestu lambhrútana í hverri sýslu fyrir sig og listi yfir efstu BLUP hrútana,
Verdlaunaveitingar lambhrúta 2018 fyrirkomulag
Rangárvallasýsla bestu lambhrútarnir 2018
Árnessýsla bestu lambhrútarnir 2018
Austur-Skaftafellsýsla bestu lambhrútarnir 2018
Vestur Skaftafellssýsla bestu lambhrútarnir 2018