Afsláttur á raforkuverði til félagsmanna BSSL

Í dag var undirritaður samningur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Suðurlands um afslátt á raforkuverði til félagsmanna Búnaðarsambandsins. Afslátturinn er 15% frá orkutaxta auk þess sem fyrsti mánuður samningsins er endurgjaldslaus. Fyrir bú eins og Stóra Ármót þýðir þetta nærri 150 þúsund krónur á ári. Þar sem félagsmenn Búnaðarsambandsins eru rúmlega 1200 er ljóst að um umtalsverðar fjárhæðir í heild sinni að ræða. Samningurinn mun taka gildi 1.mars n.k. Á myndinni má sjá formann BSSL Gunnar Kr. Eiríksson og Hafliða Ingvarsson Orkusölunni takast í hendur út af samningnum.


back to top