Sauðfjársæðingar 2019
Í dag 21. desember lauk 52 sæðistökuvertíðinni hjá Sauðfjársæðingastöð/Kynbótastöð ehf. Þátttaka er svipuð og í fyrra en óveðrið 10. til 12. desember dró verulega úr þátttöku einkum um norðanvert landið. Heildarútsending var 16030 skammtar af hrútasæði og miðað við 70 % nýtingu þýðir það að rúmar 11000 ær hafi verið sæddar. Sæðistakan gekk þokkalega en hrútarnir eru að venju misgjöfulir á sæði. Mest af sæði var sent úr Velli 18-835 frá Snartarstöðum í Núpasveit eða í 1755 ær, Stapa 16-829 frá Kirkjubæjarklaustri í 1565 ær, Glæponi 17-809 frá Hesti í 1260 ær og Glámi 16-825 frá Svartárkoti í 1075 ær. Af kollóttum hrútum var mest sent út úr Vidda 16-820 frá Fremri Gufudal í 925 ær. Að lokum þakkar starfsfólk Sauðfjársæðingastöðvar fjárbændum um allt land ánægjulegt samstarf. Myndin er af Velli frá Snartarstöðum og meðfylgjandi er tafla yfir notkun hrútana eftir dögum.
bssl.is/…12/Sæðistaka-úr-hrútum-2019.xlsx