Rafstöðvakaup

Búnaðarsamband Eyjafjarðar ákvað að kanna hjá sínum félagsmönnum hversu margir hefðu áhuga á rafstöðva kaupum. Fleiri búnaðarsambönd á Norðurlandi ásamt LK og BÍ veltu einnig upp þessum hugmyndum og var ákveðið að kanna hvort möguleiki væri á að vinna sameiginlega að þessu á landsvísu. Nálægt 50 bændur eru þegar búnir að lýsa áhuga á að vera með ef vel gengur.

Sunnlenskum bændum er velkomið að vera með í þessarri verðkönnun og þeir bændur sem áhuga hafa á rafstöðvarkaupum bent á að hafa samband við Svein eða Gunnar hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síma 480-1800 eða netföngin sveinn@bssl.is eða gunnar@bssl.is.

Meirihluti þeirra sem hafa óskað eftir að vera með í rafstöðvakaupum vilja að rafallinn verði dráttarvélaknúinn. Þær stöðvar eru umtalsvert ódýrari og einfaldari í viðhaldi, ekki síst ef notkun er lítil. Kannað hefur verið hjá mörgum innflutnings aðilum hvort þeir hafi áhuga á að selja bændum rafstöðvar. Flestir eru búnir að hafa samband og lýsa áhuga á sölu rafstöðva og næstu skref verða unnin í samráði við fagmenn.


back to top