Stofnun Matvælasjóðs

Búnaðarsamband Suðurlands fagnar stofnun Matvælasjóðs en hlutverk hans er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.

 

Áhersla sjóðsins er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu með það að markmiði að ná til verkefna, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.

 

Á tímum Kórónu veiru faraldursins er nú sem aldrei fyrr mikilvægt að standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu og huga að fæðuöryggi þjóðarinnar.


back to top