Opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í AFURÐ
Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári í Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins, Afurd.is ( afurd.is > Umsóknir > Landgr & Jarðrækt > Skrá umsókn) Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur.
Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018 geta sótt um jarðræktarstyrk og landgreiðslur. Skilyrði og forsenda fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi í Jörð. Ráðunautar RML veita aðstoð við jarðræktarskýrsluhaldið.