Af sauðfjársæðingum

Í dag 10. desember var sent sæði í 2070 ær frá Sauðfjársæðingastöðinni og er það mesta útsending á einum degi í mörg ár. Einn hrútur hefur verið felldur en það er Mínus frá Mýrum 2 í Hrútafirði sem var úr hnjálið á afturfæti.  Ónothæft sæði var úr Muninn frá Yzta Hvammi í Aðaldal þangað til í gær og er hann vonandi með úr þessu. Þátttaka hefur verið jöfn og drjúg flesta dagana og er orðin mun meiri en á sama tíma og í fyrra en þá setti óveður og ótíð verulegt strik í reikninginn. Ásókn í hrútana er óvenju jöfn sem er gleðilegt en í hyrndu hrútunum er mest sótt í Blossa frá Teigi í Fljótshlíð en hann gefur frjósamar og mjólkurlagnar ær. Af kollum er mest sótt í Fálka frá Bassastöðum í Steingrímsfirði en hans sterkustu einkenni eru afbragðs lærahold.

Myndin er af Blossa frá Teigi


back to top