Svartiskúti Kiðafelli

Í morgun fæddist fyrsti Angus kálfurinn hjá bónda úr fósturvísaskoluninni frá janúar á síðasta ári. Faðir er Draumur  18402 og móðir Sveina 0004 undan Stóra Tígri. Fósturvísirinn var settur upp 7. maí og eru 269 dagar síðan. Kálfurinn er fæddur á Kiðafelli í Kjós og er nautkálfur sem nefndur hefur verið Svartiskúti. Áður hafði fæðst nautkálfur á Stóra Ármót úr sömu fósturvísaskolun og hefur hann verið fluttur að Hesti í Borgarfirði til sæðistöku. Staðfest hefur verið fang í 6 kúm eftir fósturvísauppsetningu í viðbót Myndin er Svartaskúta


back to top