Allar Angus kvígurnar hjá Nautís bornar

Um helgina bar síðasta Angus kvígan fædd 2019 og átti hún fallegt naut. Þá hafa 16 lifandi kálfar fæðst frá því í febrúar á þessu ári. Af þeim eru 13 undan Jens av Grani, 6 naut og 7 kvígur. Þá er að auki 3 kvígur undan Emil av Lillebakken sem fæddust í vor þannig að kvígurnar eru 10. Fyrir eru 16 Angus kýr og kvígur en 3 af þeim verða fluttar að Stóra Ármóti á næstu dögum og verður fósturvísum skolað úr þeim nú í haust.  Þá hafa kvígurnar/kýrnar sem borið hafa verið sæddar með Laurens av Krogdal og gengur vel að fá í þær kálf.


back to top