Egill Sigurðsson Berustöðum

Látinn er Egill Sigurðsson Berustöðum í Ásahreppi. Hann fæddist að Stokkalæk á Rangárvöllum en hóf búskap ásamt konu sinni Guðfríði Erlu Traustadóttur að Berustöðum 1979.  Egill tók virkan þátt í félagsmálum bænda og sveitastjórnarmálum. Eg­ill var í stjórn Mjólk­ur­bús Flóa­manna 2003-2005,  í stjórn MS-Auðhumlu frá 2005 til 2018, þar af sem stjórn­ar­formaður Auðhumlu frá 2007 og Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar frá 2008. og sat á Búnaðarþingi í mörg ár. Hann var kosinn í stjórn Búnaðarsambandsins árið 2000 og sat í 12 ár eða til ársins 2012, lengst af sem varaformaður. Hann var alltaf mjög virkur, fljótur að setja sig inn í mál og lét gjarnan til sín taka. Það var mikill styrkur fyrir Búnaðarsambandið að hafa hann í stjórn og hann kom mörgum góðum málum til leiðar sem Búnaðarsambandið er þakklátt fyrir. Samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, barna, aðstandenda og annara.


back to top