Niðurstöður útboðs holdagripa hjá Nautís

Þann 9. júlí sl fór fram útboð á 10 holdagripum hjá Nautís. Þar af 7 naut og 3 kvígur. Tilboð komu frá 13 rekstraraðilum. Gripirnir seldust á 13.200.000,- og því meðalverð 1.320.000,-. Kvígurnar seldust á 851 þús. að jafnaði en nautin á 1521 þús. Stjórn Nautís óskar nýjum eigendum til hamingju með gripina og vonar að þeir gagnist vel. Myndin er af Móða 23409 sem er fyrsta nautið undan Manitu av Höystad en á myndinni er hann 11 mánaða.


back to top