Burður hjá Nautís

Burður hjá Nautís hófst í byrjun apríl. Fæddir eru 10 kálfar þar af 4 naut og 6 kvígur. Kýrnar hafa borið úti í þessu þurra góða veðri og burður gengið vel.

Kálfarnir eru undan reynda nautinu Hovin Milorg og þremur óskyldum ungnautum.  Nýlega voru fluttir inn 60 sæðisskammtar af Angus sæði frá Noregi og aftur urðu óskyld ungnaut fyrir valinu.

Í júní verða til sölu hjá Nautís allt að 10 naut og 7 kvígur og fer kynning á þeim fram fljótlega.


back to top