Beint frá býli – heimavinnsla og sala afurða

Komin er út handbókin „Heimavinnsla og sala afurða“ sem er afsprengi samstarfshóps um verkefnið „Beint frá býli“. Guðna Ágústssyni, landbúnaðarráðherra, var afhent fyrsta eintakið af handbókinni síðast liðinn þriðjudag á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri sem einkum er þekktur af því að nota íslenskt hráefni úr sinni heimabyggð.
Bókin fjallar um heimavinnslu og sölu afurða og hvaða leiðir bændur og aðrir áhugasamir geta valið í þeim efnum. Við sama tækifæri opnaði ráðherra einnig formlega heimasíðu verkefnisins sem er á slóðinni www.beintfrabyli.is. Í handbókinni er m.a. hægt að fræðast um reglur um notkun á merki „Beint frá býli“, matvælavinnslu í sveitum, héraðsbundna matvælaframleiðslu, einstakar framleiðsluvörur og þróunarverkefni. Þá eru upplýsingar um gerð viðskiptaáætlana að finna í ritinu auk leiðarvísis um það hvernig hugmyndir verða til.


Útgefendur bókarinnar eru Bændasamtök Íslands, Félag ferðaþjónustubænda, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Impra, Landbúnaðarháskóli Íslands og Lifandi landbúnaður.


Heimavinnsla og sala afurða – handbókin á pdf-formi


back to top