7. fundur 2001
Stjórnarfundur Búnaðarsambands Suðurlands.
2. nóvember 2001
Þann 2.nóv. 2001 var haldinn stjórnarfundur í Búnaðarsambandi Suðurlands í húsi á þess Selfossi. Allir stjórnarmenn mættir ásamt framkvæmdastjóra.
- Málefni Stóra-Ármóts
- Kaup á greiðslumarki. Í ljósi viðvarandi umframframleiðslu búsins undanfarandi ár var ákveðið að auka lítillega við greiðslumark búsins, eða nálægt 5,5 %.
- Framkvæmdir á árinu. Talsvert hefur verið unnið að uppsetningu nýrra girðinga. Sett hafa verið upp skilti til að auðvelda aðkomu fólks að staðnum. Ýmsar lagfæringar hafa verið gerðar innanhúss í fjósinu. Innrétting fyrir féð í hlöðunni er langt komin.
- Tilraunaverkefni. Á næstunni fer af stað tilraun með efnainnihald í mjólk. Í undirbúningi er einnig rannsókn á íslensku landnámskúnni. Ýmis fleiri verkefni eru í skoðun t.d. rannsókn á snefilefnum. Rætt var um gæðahandbók fyrir Stóra-Ármót og þörf á tilraun með mismunandi básmottum. Fram kom að aðfengin efnagreiningaþjónusta er til baga seinvirk og það sama má segja um uppgjör á tilraunum sem lokið er.
- Viðræður við samstarfsaðila. Lesið bréf sem hefur borist frá LBH. Ákveðið að fyrsta skref væri að formaður leiti eftir viðræðum við rektor LBH og forstjóra Rala.
- Kaup á greiðslumarki. Í ljósi viðvarandi umframframleiðslu búsins undanfarandi ár var ákveðið að auka lítillega við greiðslumark búsins, eða nálægt 5,5 %.
- Kosningar um tilraun með kúakyn. Farið yfir forsendur við gerð kjörskrár.
- Starfsemin. Á þessum árstíma fer mikill tími í ómskoðun líflamba og úttekt styrkhæfra framkvæmda. Mikið er einnig um fundi og námskeið í nóvember.
- Nefndarskipun. Skv. tillögu aðalfundar voru eftirtaldir skipaðir í nefnd til að endurskoða félagsaðild að Búnaðarsambandinu: Guðmundur Stefánsson, Hraungerði, Sigurður Loftsson, Steinsholti og Þórir Jónsson, Selalæk.
- Formannafundur. Ákveðið aðhalda formannafund 28.nóv. Stefnt að því að hafa hann á Hvoli.
- Bókhaldsmál. Fram kom að nýtt bóhaldsforrit er í burðarliðnum en Búbótarforritið verður uppfært áfram um óákveðin tíma. Áhersla lögð á að Búnaðarsambandið sé í stakk búið til veita ráðgjöf varðandi stofnun einkahlutafélaga og varðandi skattareglur.
- Önnur mál. Rætt um samskipti við BÍ vegna rekstrarráðgjafar fyrir bændur.
Fundargerð upplesin og samþykkt, -fundi slitið.
Guðmundur Stefánsson,
fundarritari.