5. fundur 2003

Þann 27. ágúst 2003 var haldinn fundur í stjórn BSSL í húsi þess. Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Guðmundur Stefánsson. Guðni Einarson og Eggert Pálsson ásamt Sveini Sigurmundssyni framkvæmdastjóra.


  1. Reglugerð um búfjársæðingar. Þorsteinn Ólafsson sat fundinn undir þessum lið og kynnti lokadrög að reglugerð um búfjársæðingar. Stjórnin gerir ekki athugasemd við drögin.

  2. Sauðfjársæðingar

    1. Rætt var um útkomu sauðfjársæðinganna sl. vetur, en þá mistókst tilraun með nýjan blöndunarvökva, sem olli viðskiptavinum tjóni. Rætt um hvort og með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við viðkomandi aðila.
    2. Áhugi er á að gera enn frekari tilraunir með djúpfrystingu hrútasæðis, einkum til útflutnings, en einnig til þess að fá betri nýtingu innanlands. Ákveðið að sækja um styrk til verkefnisins í þróunarsjóð sauðfjárræktar.
    3. Góður árangur hefur komið fram í Noregi við blöndun á kollóttu íslensku fé og áhugi á að fá meira af slíku sæði héðan.

  3. Heyfengur. Rætt um heymagnið og nýtingu þess. Fram kom að gæði þeirra eru misjöfn.

  4. Stefnumörkun varðandi Stóra-Ármót. Lögð fram áfangaskýrsla um heilfóðrun. Óskað eftir að nefndin vinni áfram að víðtækari stefnumörkun til framtíðar. Einnig rætt um fundi og námskeið í nautgriparækt, sem sum hver tengjast Stóra-Ármóti.

  5. Búrekstrartengd ráðgjöf. Greint frá stöðu verkefnisins. Nýr starfsmaður, Valdimar Bjarnason, kemur til starfa 1.sept.nk. og stefnt að því að auka þátttökuna.

  6. Hauststörf. Rætt um sauðfjársýningar, úttekt jarðabóta, myndasýningu kúa, ráðstefnu um nautgriparækt og önnur hauststörf.

  7. Önnur mál.
    Egill og Eggert skýrðu frá stöðunni í búvörusamningagerðinni.
    Í fundarlok var Kristjáni Bjarndal Jónssyni færður blómvöndur í tilefni af 30 ára starfsafmæli hans.

Stefnt að því að hafa næsta fund 15.okt.nk.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin, samþykkt og fundi slitið

Guðmundur Stefánsson,
fundarritari


back to top