Aðalfundur 2000
Þann 25. apríl 2000 var haldinn aðalfundur Stóra-Ármóts ehf.
Á fundinum var stórn Búnaðarsambands Suðurlands, sem er eigandi Stóra-Ármóts ehf. og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.
- Kosin var ný stjórn Stóra-Ármóts ehf. Kosnir voru: Þorfínnur Þórarinsson formaður, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Valur Oddsteinsson og Guðmundur Stefánsson.
- Sveinn fór yfir málefni tilraunabúsins. Taldi fjárhagsstöðu þess góða. Athyglisverð niðurstaða hefur fengist þar um rúllufóður og hvernig kjarnfóður hentar með því.
- Opinn dagur var á Stóra-Ármóti sem tókst mjög vel.
- Mörkum þarf að koma á hreint gagnvart Laugardælalandi vegna borana eftir heitu vatni þar.
- Fram kom áhugi á að á Stóra-Ármóti verði þróað gæðastýringarkerfi í mjólkurframleiðslu í samstarfi við MBF.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Guðmundur Stefánsson
fundarritari