5. fundur 2004
Stjórnarfundur í Búnaðarsambandi Suðurlands haldinn þann 9. september 2004 í húsnæði Búnaðarsambandsins. Mættir voru stjórnarmennirnir Þorfinnur Þórarinsson, Eggert Pálsson, Egill Sigurðsson, Guðmundur Stefánsson og Guðni Einarsson. Þá var einnig mættur Sveinn Sigurmundsson.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
- Farið yfir svör og afgreiðslu umsóknar Búnaðarsambandsins til Framleiðnisjóðs um styrk til kaupa á heilfóðurbúnaði til tilraunabúsins á Stóra-Ármóti. Sótt var um 4 milljónir kr. Í umsögn Fagráðs í nautgriparækt til Framleiðnisjóðs er ekki mælt með styrk til kaupa á tilraunabúnaði á Stóra-Ármóti. Á sama fundi fagráðs er mælt með styrk til fjárfestinga í fjósbyggingu á Hvanneyri. Framleiðnisjóður hefur afgreitt umsókn Búnaðarsambandsins með því að veita Rala 1 milljón kr.til rannsókna á heilfóðrun á Stóra-Ármóti. Ákveðið var að óska eftir frekari rökstuðningi fyrir afstöðu fagráðs og endurskoðun á henni.
- Farið yfir stöðu riðumála í Árnesýslu. Kvartað hefur verið yfir misvísandi afstöðu þeirra sem fara með valdboð í þessum málum og seinagangi við samninga og greiðslur. Þörf er á betra og skilvísara upplýsingastreymi frá stjórnvöldum til bænda um framgang mála og þær ráðstafanir sem í gangi eru. Stjórnin lýsir áhyggjum sínum af riðumálum og væntir þess að þessi mál komist í betra horf.
- Farið yfir hauststörfin, lambaskoðun, jarðabótaúttekt, fóðurleiðbeiningar og athugun á kálfadauða
- Rætt fyrirkomulag og framgang sýningarinnar KÝR 2004.
- Sveinn sagði frá Írlandsferð héraðsráðunauta. Þar er kappkostað að framleiða mjólkina ódýrt á grasi. Rannsóknastarfið þar er mjög öflugt.
- Kynnt var hugmynd um heimsókn og sameiginlegan stjórnarfund með Búnaðarsamtökum Vesturlands í nóvember.
- Kynntar voru verklagsreglur fyrir starfsmenn bókhaldsdeildarinnar um trúnað og trúnaðargögn.
- Skýrt var frá því að Bs. A-Skaftfellinga hafa óskað eftir aðstoð við hauststörf þar.
- Í framhaldi af bréfi sem borist hefur frá bónda var rætt um gæðastýringu og merkingarskyldu á búfé. Guðmundur Jóhannesson skýrði frá stöðu merkingarmálanna, sem gætu verið í betra lagi.
- Guðni spurði um hvernig miðaði kvíguskoðun. Sveinn sagði að eftir væri að skoða í V-Skaftafellssýslu og lítilsháttar í Árnessýslu.
- Kynnt var þróun bústærðar kúabúa.
Fleira var ekki gert. Fundargerð lesin og samþykkt og fundi slitið.
Guðmundur Stefánsson
fundarritari.