Haustfundir LK 2010 hefjast fimmtudaginn 14. okt.

Líkt og fyrri ár mun Landssamband kúabænda standa fyrir röð haustfunda á vegum samtakanna. Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 14. október í Þingborg í Flóa kl. 20.30. Sérstakur gestur fundarins er Jón Bjarnason, ráðherra landbúnaðarmála.

Aðrir fundarstaðir eru eftirfarandi:
 
Mánudagur 18. október. Hlíðarbær, Eyjafirði kl. 12.00.  Breiðumýri S-Þing. kl. 20.30.


Mánudagur 18. október. Hótel Höfðabrekka í Mýrdal kl. 13.00. Seljavellir A-Skaft. kl. 20.30


Þriðjudagur 19. október. Mælifell Sauðárkróki kl. 13.00 Sjálfstæðishúsinu Blönduósi kl. 20.30


Þriðjudagur 19. október. Gistihúsið á Egilsstöðum kl. 12.00. Kaupvangi, Vopnafirði, kl. 20.30


Miðvikudagur 20. október. Ásbyrgi V-Hún. kl. 13.00.


Miðvikudagur 20. október. Friðarsetur Holti í Önundarfirði kl. 12.00.


Fimmtudagur 21. október. Hótel Hamar Borgarnesi kl. 13.00. MS Búðardal kl. 13.00. Kaffi Kjós kl. 20.30.



Á fundunum verður m.a. farið yfir eftirtalin atriði:


1. Framleiðslu, sölu og afkomumál
2. Staða búvörusamninga
3. Greiðslumark mjólkur 2011, skipting b- og c-greiðslna
4. Breytingar á búvörulögum
5. Endurskoðun búnaðargjalds
6. Staða aðlögunarferilsins að Evrópusambandinu
7. Kvótamarkaður
8. Stefnumörkun LK


Framsögumenn á fundunum verða stjórnarmenn og framkvæmdastjóri LK.


Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna!


back to top