6. fundur 2010 – haldinn 5. nóv. 2010

Fundinn sem haldinn var í Gunnarsholti sátu, Guðbjörg Jónsdóttir, Jón Jónsson,  Ragnar Lárusson,  Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Sveinn Runólfsson tók á móti hópnum og leiddi um húsakynni staðarins um leið og hann kynnti starfsemina fyrir okkur.

1. Kynning á nýjum búnaðarlagasamningi.
Sveinn fór yfir nýja búnaðarlagasamninginn og hvað áhrif lækkun framlaga muni hafa á starfsemina. Framlög v. búrekstraráætlana falla út. Alls munu framlög v. ráðgjafaþjónustu og ráðgjafaþjónustu lækka um 17,1 %. Framlag til Sauðfjársæðingastöðvarinnar lækkar um 36 %. Í allt verða þetta liðlega 10 milljón króna lækkun árið 2011 borið saman við árið 2010. Hækkun búnaðargjalds mun að einhverju leyti vinna upp þessa lækkun. Ekki verður ráðið í stað Eggerts Þórarinssonar að sinni en helst horft til þess að ráða starfsfólk tímabundið fari verk að safnast upp.

2. Frá Kynbótastöð Suðurlands.
Sveinn fór yfir starfsemina en Bragi Ágústsson verður a.m.k.  6 mánuði frá störfum vegna hjartaáfalls sem hann fékk. Þá fór fram umræða innan stjórnar um þær hugmyndir að sæðingastarfsemin sé rekin á landsvísu.

3. Frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands.
Sveinn kynnti fyrirhugaða 7% hækkun á sæði í haust og samþykkti stjórnin það. Þá fór fram umræða um að sérstakur afsláttur á sæðisverði til fjárræktarfélaga óháð magni verði felldur út en í staðinn veittur magnafsláttur sem miðast við sæði í 100 ær eða meira úr sameiginlegri pöntun þá hvort sem um er að ræða félög eða einstaklinga.

4. Kynbótasýningar.
Rætt var um framkvæmd og tilhögun kynbótasýninga m.a vegna ábendinga um hluti sem betur mættu fara. Í framhaldi af því var ákveðið að stefna að fundi þeirra er málið varðar og ræða framkvæmd og tilhögun kynbótasýninga.

5. Næsti fundur. 
Ákveðið að halda næsta stjórnarfund föstudaginn 3. desember og byrja kl 11.00 í Sauðfjársæðingastöðinni.



Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið.
Sveinn Sigurmundsson


back to top