Stóra Ármót afurðahæst í félaginu á árinu 2010

Aðalfundur Nautgriparæktarfélags Hraungerðishr. og Ölfuss var haldinn á Stóra Ármóti í dag. Fundurinn var með hefðbundnu sniði. Bjarni Stefánsson, formaður, fór yfir störf félagsins á liðnu ári en að því loknu fór Guðmundur Jóhannesson, nautgriparæktarráðunautur Búnaðarsambandsins, yfir niðurstöður skýrsluhalds liðins árs og ýmsa þætti í nautgriparæktarstarfinu.
Á fundinum voru afhent verðlaun fyrir afurðahæsta búið og kúna í félaginu. Afurðahæsta búið var Tilraunabúið á Stóra Ármóti með 6.972 kg mjólkur á árskú og 532 kg verðefna. Þetta er áttunda árið í röð sem búið á Stóra Ármóti státar af mestum afurðum í félaginu.
Afurðahæsta kýrin var Klauf 1041 Þverteinsdóttir 97032 en hún mjólkaði 10.414 kg á árinu 2010.


back to top