Þorfinnur Þórarinsson mun hætta sem formaður BSSL

Á formannafundi Búnaðarsambands Suðurlands sl. föstudag, 18. janúar, lýsti Þorfinnur Þórarinsson því yfir að hann myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi kjörs á næsta aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands. Þorfinnur hefur setið í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands frá árinu 1993, þar af frá árinu 2000 sem formaður stjórnar.

Samkvæmt samþykktum Búnaðarsambandsins skulu sitja í stjórn tveir félagsmenn úr Árnessýslu, tveir úr Rangárvallasýslu og einn úr V.- Skaftafellsssýslu. Á hverjum aðalfundi skal kjósa um fulltrúa í einhverri sýslunni.

Á næsta aðalfundi á að kjósa tvo aðalmenn í stjórn úr Árnessýslu en núverandi stjórnarmenn úr sýslunni er fyrrnefndur Þorfinnur Þórarinsson á Spóastöðum í Biskupstungum og Guðmundur Stefánsson, Hraungerði í Flóa.

Stjórnarmenn í Rangárvallasýslu eru þeir Egill Sigurðsson, Berustöðum í Ásahreppi og Ragnar Lárusson, Stóradal, V.- Eyjafjöllum.

Stjórnarmaður úr V.- Skaftafellssýslu er Guðni Einarsson, Þórisholti í Mýrdal.

Stjórn og starfsfólk BSSL


back to top