6. fundur 2007
Þann 30. ágúst 2007 var haldinn stjórnarfundur BSSL á Hlíðarenda á Hvolsvelli. Fyrirhugað var að halda fundinn á Höfn í Hornafirði en ekki var flugfært frá Bakka.
Þessir voru mættir: Þorfinnur Þórarinsson, Egill Sigurðsson, Guðni Einarsson Ragnar Lárusson og Guðmundur Stefánsson.Einnig sat fundinn Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.
Fyrir var tekið:
- Þorfinnur greindi frá fundi undirbúningsnefndar um staðarval fyrir landbúnaðarsýningu 2008. Á þann fund mættu fulltrúar frá Rangárbökkum og undirbúningshóps vegna reiðhallar á Selfossi. Ákveðið var að fresta ákvörðun um staðarval um mánuð en þá munu frekari upplýsingar liggja fyrir.
- Samkvæmt tillögu frá síðasta aðalfundi um endurskoðun á starfsemi BSSL var ákveðið að skipa eftirtalda aðila í nefndina: Berg Pálsson, Sigurð Loftsson og Sigríði Jónsdóttur samkvæmt tilnefningu frá búgreinafélögunum og að auki Egil Sigurðsson og Guðbjörgu Jónsdóttur. Agli falið að kalla nefndina saman.
- Rætt var um viðburði á afmælisári. Ráðgerðar eru utanlandsferðir, sem yrðu sérhæfðar fyrir einstakar búgreinar. Fyrir lágu drög að ferðaáætlun fyrir kúabændur til Hollands.
- Farið yfir stöðu á ritun á sögu Búnaðarsambandsins.
- Líkur eru á að klaufskurðarbásinn komi í september, en oft honum hefur seinkað áður.
- Sveinn kynnti samning Bændasamtakanna við Loftmyndir um vefrænan aðgang bænda að loftmyndum . Túnkort eftir þeim yrðu gerð gegn föstu gjaldskrárverði. Sveini falið að undirbúa gjaldskrá.
- Rætt um hauststörfin, hrútasýningar, jarðabótaúttekt o.fl.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið.
Guðmundur Stefánsson, fundarritari