Afurðahæsta kúabú landsins

Kúabúið að Lyngbrekku í Dalasýslu er samkvæmt nýútkomnum skýrslum afurðahæsta bú landsins á síðastliðnu ári. Samkvæmt skýrsluhaldi eru árskýr á Lyngbrekku 58,6 og meðal nyt kúnna 7.881 lítri og próteininnihald mjólkurinnar 3,36%. Bændur þar eru Bára Sigurðardóttir og Sigurður B. Hansson.

Í öðru sæti varð kúabúið að Akbraut í Holtum. Þar eru árskýr 17,6, meðalnyt kúnna 7.731 lítri og próteininnihaldið 3,52%. Þar býr Daníel Magnússon. Í þriðja sæti varð búið að Kirkjulæk II í Fljótshlíð. Þar voru árskýr 36,7, meðalnytin 7.567 lítrar og próteininnihald mjólkurinnar 3,51%. Feðgarnir Eggert og Páll eru skráðir fyrir þessu búi. Brautartungubúið í Lundarreykjadal er í fjórða sæti. Árskýr þar voru 18 og meðalnyt kúnna 7.448 lítrar og próteininnihald mjólkur 3,24%. Bóndi þar er Guðni Eðvarðsson. Í fimmta sæti var kúabúið á Hraunhálsi í Helgafellssveit. Þar voru árskýr 27,1, meðalnyt kúnna 7.266 lítrar og próteininnihald 3,34%.

Afurðahæsta kýrin á landinu var Obba frá Brakanda í Hörgárdal. Hún mjólkaði 12.206 líta og var próteininnihald mjólkurinnar 3,18%.


back to top