Skýrslur nautgriparæktarfélaganna
Nú eru skýrslur nautgriparæktarfélaganna komnar á vefinn ásamt lista yfir þau bú sem náður 350 kg verðefna eða meira eftir árskú árinu 2007.
Eins og áður hefur komið fram reyndust meðalafurðir á Suðurlandi vera 5.579 kg/árskú á árinu 2007 sem eru mestu afurðir sem náðst hafa þó aukningin sé aðeins 1 kg/árskú milli ára. Mestar eru afurðir í nautgriparæktarfélaginu Búbót í Ásahreppi en þar eru meðalafurðir 6.384 kg/árskú. Skammt á eftir koma Nrf. Hvolhr. og Djúpárhr.
Þessi félög eru þó öll í minni kantinum en af stóru félögunum er Nrf. Hrunamanna með 5.896 g/árskú og síðan koma A-Landeyingar með 5.841 kg/árskú.
Hægt er að skoða skýrslur nautgriparæktarfélaganna með því að smella hér og lista yfir þau bú sem náðu 350 kg verðefna (MFP) eftir árskú með því að smella hér.