Nánast útilokað að viðhalda tollvernd ef Ísland gengur í ESB

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn í Árhúsum á Hellu þann 31. janúar sl. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var sérstakur gestur fundarins Stefán Haukur Jóhannesson, formaður aðalsamninganefndar vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Talsverðar umræður urðu í kjölfar erindis Stefáns. Í þeim kom m.a. fram það álit Stefáns að það sé „nánast útilokað“ að viðhalda tollvernd ef af aðild Íslands verður. Slíkt hljóta að teljast mikilvægar upplýsingar af hálfu aðalsamningamanns Íslendinga og á skjön við meirihlutaálit utanríkismálanefndar Alþingis frá 9. júlí 2009.

Á aðalfundinum var einnig fjallað um breytingar á Sunnuverkefninu  og samþykktar þrjár tillögur. Í fyrsta lagi um forgang greiðslumarksmjólkur að innanlandsmarkaði, í öðru lagi tillaga um sæðingarstarfemina og loks um kjör trúnaðarmanna félagsins.


Fundargerð aðalfundar FKS 31. jan. 2011


back to top