Afurðaskýrslur nautgriparæktarfélaganna 2010
Þá eru afurðaskýrslur nautgriparæktarfélaganna fyrir árið 2010 komnar á vefinn hjá okkur. Alls skiluðu 220 bú skýrslum á árinu 2010 og þar af 216 allt árið. Meðalafurðir á Suðurlandi minnkuðu aðeins eða úr 5.440 kg/árskú í 5.424 kg/árskú. Þátttaka í skýrsluhaldinu dróst aðeins saman og var 90,3% miðað við mjólkurinnlegg á árinu 2010 en 92,7% árið áður.
Meðalbústærðin minnkaði lítillega milli ára eða úr 41,0 árskú í 40,8 árskýr og meðalinnleggið dróst saman úr 212.480 kg í 209.534 kg á skýrslubúum og úr 201.135 kg í 197.986 kg á öllum búum. Það jafngildir því að meðalbúið leggi inn 192.219 lítra. Búum fækkaði um tvö á árinu og voru 251 bú í framleiðslu á Suðurlandi um síðustu áramót.
Sjá nánar:
Skýrslur nautgriparæktarfélaganna
Afurðahæstu kýr eftir félögum