Frá hrossaræktarráðunaut

Enn og aftur biðla ég til knapa og umráðamanna kynbótahrossa sem náðu lágmörkum í einstaklingssýningu á landsmóti að láta mig vita nú þegar ef vitað er að einhver hross muni ekki mæta til dóms á mótinu, vegna þátttöku í gæðingakeppni mótsins eða af öðrum ástæðum.
Svo sem fram hefur komið voru það 249 einstaklingar sem öðluðust þátttökurétt og er því ljóst að dómstörf verða að hefjast eftir hádegi sunnudaginn 26. júní en ekki að morgni mánudagsins 27. júní eins og fyrirhugað var, mæti öll hross til dóms.

Með kveðju,
Guðlaugur V. Antonsson,
Hrossaræktarráðunautur BÍ.


back to top