Sláturhúsið á Hellu hækkar verð á nautgripakjöti
Sláturhúsið Hellu hf. hefur hækkað verð á nautgripakjöti til bænda um rúmlega 2-10,2%. Hækkunin tók gildi 1. mars sl. Um er ræða hækkun á öllum flokkum ungneyta-, kýr-, ungkálfa-, alikálfa- og mjólkurkálfakjöts.
Verðhækkunin er á bilinu 5-30 kr/kg eftir flokkum nema hvað ungkálfa-, alikálfa- og mjólkurkálfakjöt hækkar um 10kr/kg. Eftir hækkun er verðið á UN úrval A 510 kr/kg, UNI A 470 krkg, KIU A 410 kr/kg og KI B 350 kr/kg svo dæmi séu tekin. Sláturhúsið Hellu greiðir þar með nokkru hærra verð en Sáturfélag Suðurlands fyrir nautgripakjöt.
Verðskrá Sláturhússins má sjá hér fyrir neðan:
Verðlisti fyrir nautgripaafurðir Bændaverð
Flokkur fallþungi – Kr / kg
UN I Ú A – 510
UN I Ú B – 470
UN I Ú C – 400
UN I Ú M+ – 400
UN I Ú M – 380
UN I A – 470
UN I B – 440
UN I C – 360
UN I M+ – 430
UN I M – 400
UN II A – 350
UN II B – 320
UN II C – 270
UN II M+ – 320
UN II M – 300
N – 330
K I U A – 410
K I U B – 350
K I U C – 300
K I A – 400
K I B – 350
K I C – 260
K II – 280
K III – 260
AK I – 280
AK II – 240
AK III – 210
MK I – 360
UK I – 260
UK II – 230
UK III – 210