Spennandi folar á ungfolasýningu

Spennandi folar hafa verið skráðir ti leiks á Ungfolasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands sem fram fer í Ölfushöllinni á laugardaginn 22.mars n.k. 
Meðal hesta sem skráðir hafa verið eru synir Álfasteins frá Selfossi, Parkers frá Sólheimum, Töfra frá Kjartansstöðum, Glóðars frá Reykjavík, Stála frá Kjarri, Snæs frá Bakkakoti, Keilis frá Selfossi og Gaums frá Auðsholtshjáleigu. Af frægum mæðrum eru Rispa frá Eystri-Hól og Þruma frá Selfossi.
 
Þetta er góð skemmtum fyrir hrossaræktaráhugamenn og konur, jafnframt því að vera frábær auglýsing fyrir flotta fola og góð leið til að fá góða notkunn á ungfola.
 
Sýningin hefst kl 20:00 og er miðaverð kr.1500


back to top