4. fundur 2012 – haldinn 26. júní
Stjórnarfundur BSSL 4/2012
Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Guðbjörg Jónsdóttir, Erlendur Ingvarsson og Ragnar Lárusson. Jón Jónsson boðaði forföll sökum veikinda í morgun og Gunnar Kr. Eiríksson var við heyskap. Þá sat Sveinn Sigurmundsson fundinn.
1. Guðbjörg fór yfir stöðuna í sameiningarferli um ráðgjafarþjónustuna. Skipaðir hafa verið vinnnuhópar í kjölfar heimsóknar Ágústar Þorbjörnssonar rekstrarráðgjafa.
2. Á síðasta búnaðarþingi var samþykkt að skipa nefnd sem skoða ætti kosti og galla þess að sameina sæðingastarfsemina í landinu með það að markmiði að sæðingagjöld séu þau sömu. Stjórnin ákvað að skipa Svein Sigurmundsson sem sinn fulltrúa í nefndinni. Á Suðurlandi hefur sæðingastarfsemin gengið vel og almenn ánægja meðal bænda með hana. Einhugur er um að hún verði með svipuðu sniði áfram.
3. Samþykkt að greiða upp lán frá Íbúðalánasjóði sem hvílir á Stóra Ármóti. Lánið stendur í tæpum 13 milljónum, er verðtryggt og með 4,5 % vöxtum. Búnaðarsambandið leggur út fyrir láninu og lánar Stóra Ármóti ehf. fyrir því.
4. Mikill ágangur álfta og gæsa hefur verið í tún og akra bænda og í mörgum tilfellum er um stórtjón að ræða. Farið var yfir það sem gerst hefur í málinu á síðustu búnaðarþingum. Ákveðið að benda á eyðublað það sem BÍ hefur útbúið á heimasíðu og bændur sem verða fyrir tjóni af völdum álfta og gæsa eru beðnir að fylla út.
5. Diskurinn „í Dagsins önn“ hefur verið endurútgefin, og nú með ensku tali og tónlist. Sunnlenskar byggðir, Flóinn hefur verið endurútgefin í 100 eintökum. Þá var framtíð ársritsins rædd.
6. Sveinn greindi frá því að Jóna Þórunn Ragnarsdóttir hafi verið ráðin til að vinna við fóðurráðgjöf út frá NorFor frá ágústbyrjun og fram að áramótum.
7. Undirbúningur að hauststörfunum í sauðfjárrækt er hafinn.
Fleira ekki og fundi slitið
Sveinn Sigurmundsson