Sláttur hafinn undir Eyjafjöllum

Sláttur hófst undir Eyjafjöllum í morgun á bænum Hvassafelli. Góð spretta hefur verið síðustu vikur en þó hefur verið heldur þurrt upp á síðkastið. Sláttur hófst formlega hjá Páli Magnúsi Pálssyni bónda í blíðviðrinu í morgun.
„Það er bara góð spretta og gott að fara slá þetta í kýrnar. Þetta hey lítur vel út, þetta er ekta gras. Og það styttist í að menn fari slá, vantar bara smá rigningu til að skerpa aðeins á þessu,“ sagði Páll Magnús í samtali við RÚV.
 Páll Magnús sagði jafnframt að ekkert yrði lengur vart við ösku í túnum frá því í Eyjafjallajökulsgosinu.
Þetta er með því fyrsta sem sláttur hefst en þó stendur metið frá 28. maí 2003 enn óhaggað.


back to top