Frá fundi Félagsráðs FKS 11. júní s.l.
Félagsráð Félags kúabænda á Suðurlandi fundaði þann 11. júní s.l. Meðal mála sem voru til umræðu á fundinum var kynning á stöðunni í endurskipulagningu ráðgjafaþjónustunnar. Guðbjörg Jónsdóttir, formaður BSSL, sagði frá stöðu málsins og kom m.a. fram að verkefnisstjóri, Ágúst Þorbjörnsson, er búinn að ræða við alla starfsmenn ráðgjafaþjónustunnar og stjórnarmenn búnaðarsambandanna.
Runólfur Sigursveinsson, ráðunautur hjá BSSL, sagði frá uppgjöri úr Sunnu-verkefninu. Hann var með niðurstöður rekstrar 40 kúabúa frá liðnu ári og til samanburðar sömu bú fyrir árið 2010. Meðal annars kom fram að þessi 40 bú voru að meðtali með rúmlega 247.000 lítra framleiðslu en greiðslumarkið um 225.000 lítrar og því hafa búin verið að framleiða um 10% umfram greiðslumark. Sigurður Loftsson, formaður LK, sagði frá málum í vinnslu hjá Landssambandi kúabænda, meðal annars stöðu verðlagsmála og búvörusamninga.
Sjá nánar:
Fundargerð Félagsráðsfundar FKS 11. júní 2012