Framleiðnisjóður landbúnaðarins-skila umsókn
Framleiðnisjóður auglýsir eftir umsóknum
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, en í Búnaðarlagasamningi 2013-2017 er starfsfé sjóðsins aukið stighækkandi út samningstímann.
Í bókun með samningnum er sjóðnum settur eftirfarandi rammi á samningstímanum:
I. Efling kornræktar
a. Framleiðnisjóður stuðli að eflingu kornræktar m.a. með stuðningi við grunnfjárfestingar til markaðsfærslu á íslensku korni.
b. Framleiðnisjóður styðji við stofnræktun á sáðbyggi, kynbættu fyrir íslenskar aðstæður, samkvæmt samningi við Landbúnaðarháskóla Íslands.
II. Framleiðnisjóður verði leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins m.a. með:
a. Stuðningi við rannsóknarstarf og aðra þekkingaröflun í greininni.
b. Stuðningi við nýsköpunar- og þróunarstarf í greininni.
c. Stuðningi við sérstakt orkuátak í greininni, sem ætlað verði að bæta orkunýtingu og auka hlut innlendrar orku til landbúnaðarnota.
d. Stuðningi við sérstakt átak til að efla og bæta búrekstur. Því verði m.a. ætlað að auka framleiðni, bæta afkomu, stuðla að fjölþættari nýtingu bújarða og fjölga atvinnutækifærum.
Kallað er eftir umsóknum frá bændum, samvinnuhópum bænda og aðilum innan rannsókna- og þróunargeirans.
Við ákvarðanatöku um úthlutanir til verkefna, sem hafa það að markmiði að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra í sveitum, njóta forgangs þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni.
Þá mun sjóðurinn veita styrki til framhaldsnáms (MS eða PhD) á fagsviði sjóðsins.
Umsóknafrestur er til 4. apríl n.k (póststimpill gildir)
Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3,
311 Borgarnes.
Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri.
Sími 430-4300 / netfang fl@fl.is.