Fréttir af tilraunastarfinu
Niðurfelling með rýgresisfræi
Undanfarin ár hefur megnið af skítnum verið felldur niður. Vísindamenn eru ekki á einu máli um ágæti þeirrar aðferðar umfram hefðbundinnar ábreiðslu. Okkur hefur líkað niðurfellingin vel og teljun ekki síst jákvæð áhrif í þurru árferði. Í vor var gerð tilraun með að blanda rýgresisfræi og vallarfoxgrasfræi í mykjuna í þeim tilgangi að lengja líftíma eldri túna og draga þannig úr endurræktunarþörf. Spennandi verður að fylgjast með því hvaða árangur þetta ber.
Illgresisherfi með sáningarútbúnaði
Jötunn Vélar hf á Selfossi hefur flutt inn tæki sem þeir kalla illgresisherfi. Tækið er byggt á tindum sem ganga niður í grassvörðinn og rífa upp illgresi. Einnig er tækið búið sáningarbúnaði. Tilraun var gerð með tækið á StóraÁrmóti í vor og var rýgresisfræ notað til að meta árangur sáningar.
Áhrif útivistar á afurðir og heilsufar
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um útivist mjólkurkúa. Þegar kýr eru settar út sjást áhrif á magn og efnainnihald mjólkur. Á Stóra Ármóti sjáum við lækkun í nyt ca. 10 %, frumutala hækkaði umtalsvert vikuna sem kýrnar voru leystar út, fór úr 164 í 552 og síðan niður í 218 næstu viku á eftir, án þess að um sjáanlega júgurbólgu væri um að kenna. Einnig var nokkur hækkun á fituhlutfalli mjólkur og fríum fitusýrum en próteinhlutfall hélst óbreytt.
GHH