Fræðslukvöld 5. febrúar n.k.
Fræðslukvöld Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldið á Syðri-Gegnishólum þriðjudaginn 5. febrúar n.k. og hefst kl 20:00.
Á fræðslukvöldi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verða fræðarar þau Olil og Bergur á Syðri-Gegnishólum og kallast viðburðurinn Vinnustund í reiðhöllini á Syðri-Gegnishólum. Þau Olil og Bergur ætla að sýna og segja áhorfendum frá því hvernig þau vinna með trippin sín og hvernig þau byggja þau markvist upp, einkum þau trippi sem stefnt er með í kynbótadóm að vori.
Aðgangseyrir kr. 500 fyrir félagsmenn en kr. 1.000 fyrir utanfélagsmenn og er boðið uppá kaffi og kleinur.
Aðgangseyrir ásamt greiðslu fyrir vinnuframlag til þeirra Olil og Bergs rennur til þeirrar mikilvægu vinnu sem unnin er á Keldum til að vinna bug á því vandamáli sem sumarexemið er í íslenskum hrossum erlendis.
Sannarlega áhugavert að fá að kynnast því hvernig unnið er með ungu hrossin á því búi sem hlaut þá eftirsóttu viðurkenningu að vera valið ræktunarbú ársins á síðast ári.