Námskeið í jörð.is

Við vekjum athygli á námskeiði í jörð.is sem boðið verður upp á dagana 6.-8. febrúar n.k. á þremur stöðum hér á Suðurlandi. Námskeiðið er einkum ætlað bændum, en er þó öðrum opið. Hámark þátttakanda er 12. Námskeiðið verður kennt í kennslustofum með nettengingu. Nemendur mæta með sínar eigin fartölvur, þeir sem geta, aðrir fá lánaðar tölvur á staðnum.
Kennt verður á nýtt skýrsluhaldsforrit í jarðrækt, jörð.is, sem er að taka við af jarð¬ræktarforritinu NPK. Farið verður yfir helstu þætti þess hvernig bændur geta nýtt sér vefforritið til að halda utan um jarðræktarsögu búsins, útbúa áburðaráætlanir og nýta við verðsamanburð á milli áburðarsala.
 
Kennari: Sigurður Jarlsson ráðunautur RML
 
Tími: Boðið upp á þrjú námskeið á Suðurlandi:
          I: Mið. 6. feb, kl. 10:00-17:00 (8,5 kennslustund) á Höfn
          II: Fim. 7. feb, kl. 10:00-17:00 (8,5 kennslustund) á Selfossi
          III: Fös. 8. feb, kl. 10:00-17:00 (8,5 kennslustund) á Hellu/Hvolsvelli

Skráning á www.lbhi.is/namskeid, endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.


back to top