Missti 120-130 nautgripi
Talið er að 120-130 gripir hafi farist í eldinum. mbl.is/Árni Sæberg |
Ágúst hefur keypt kálfa af kúabændum og alið þá til slátrunar. Hann sagði að mikið af gripunum sem hann missti hafi verið orðnir stórir. Farga þurfti nokkrum gripum sem komust lífs úr húsinu en þóttu ekki á setjandi.
Ágúst sagði að gripirnir sem drápust hafi verið uppistaðan í bústofninum. Hann er einnig með sauðfé og um sextíu nautgripir komust af. Hann taldi að 120-130 gripir hafi farist í eldinum en kvaðst ekki vera með nákvæma tölu enn. Hann hefur aðallega gefið rúlluhey og varð ekki tjón á því.
Gripahúsið er mikið brunnið. Ekki var vitað hvað olli eldsupptökum og voru menn á leiðinni til að rannsaka það. Ágúst taldi sennilegt að kviknað hafi í út frá rafmagni.